Austur á Nýja Hrauni hefur sjórinn brotið undan landinu við Urðarvita. Skapast hefur talsverð hætta á svæðinu enda hafa er erfitt að sjá hættuna sem jafnvel liggur undir vikri. Þannig hafa borist fréttir af því að einstaklingur hafi einfaldlega misst landið undan sér og sökk viðkomandi niður að mitti. Sjórinn brýtur bergið undan landinu og brýtur það smá saman niður. Fólk er því vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferli á svæðinu eins og myndin hér sýnir.