Undanfarna daga hafa gjaldeyrismál landsins verið í erfiðri stöðu en nú sjáum við hér í Eyjum mjög jákvæð teikn um breytingar til hins betra. Í gær fimmtudag, voru að skila sér inn erlendar greiðslur á reikninga fyrirtækja hér í Eyjum sem höfðu farið af stað deginum áður, m.a. frá Bretlandi. Þetta sýnir að sameiginlega er okkur að takast að ná að koma þessum viðskiptum í fyrra horf þ.a. að útflutningsaðilar geti átt í hefðbundnum viðskiptum við sína viðskiptaaðila erlendis.