ÍBV tók í kvöld á móti ÍG úr Grindavík í A-riðli 2. deildar en leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum. Bæði lið höfðu unnið fyrsta leik sinn og því búist við hörku rimmu. Svo fór þó ekki en það voru gestirnir sem höfðu betur og lokatölur urðu 68:81. Liðin mætast að nýju í Eyjum á morgun kl. 14.00.