Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson, sem nú leikur með Haukum, var í dag valinn í landsliðshóp Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara A-landsliðs karla í handbolta. Kári á að baki fimm leiki með A-landsliðinu en hann hefur leikið afar vel með Haukum í vetur. Íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir forkeppni Evrópumeistaramótsins sem fer fram í Austurríki í janúar 2010.