Það er með söknuði í huga að undirritaður tilkynnir uppsögn á áskrift að Morgunblaðinu sem ég hef haft samfellt í um fjóra áratugi. Ástæðan er ekki óánægja með efni blaðsins sem hefur í gegnum tíðina verið vandaðra og betra um flest en önnur íslensk dagblöð. Uppsögnin er einvörðungu táknræn andmæli við meðferð á rótgrónasta, hæfasta og vinsælasta skopteiknara landsins
Sigmund Jóhannssyni, Brekastíg 12, Vestmannaeyjum.