Sigmund okkar Jóhannsson er hættur að teikna skopmyndir fyrir Morgunblaðið. Það er eftirsjá í þessum snjalla teiknara og margir ekki kátir með hvernig hann lauk störfum eftir nærri 45 ára starf. Ingi Jensson sendi okkur þessa mynd til birtingar og segir hún allt sem segja þarf.