Eyjamenn komu svo sannarlega fram hefndum eftir ófarirnar í gær þegar liðið tapaði óvænt á heimavelli gegn ÍG frá Grindavík 68:81. Leikmenn ÍBV mættu mjög ákveðnir til leiks í dag, tóku strax öll völd á vellinum og unnu að lokum 125:87 eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 61:35.