Afleiðinga kreppunnar hér á landi gætir víða – til dæmis í fangelsinu á Litla Hrauni.

Þar hefur framleiðsla á nýjum númeraplötum fyrir bifreiðar hrunið.

Leitað er með logandi ljósi að nýjum verkefnum fyrir fangana sem þarna starfa, til dæmis að merkja hús í staðinn fyrir bíla.