Ég var í fyrsta skipti á landsþingi smábátasjómanna núna fyrir helgi. Margvísleg málefni voru tekin fyrir og sum samþykkt en önnur ekki. Sumu var ég sammála en öðru alls ekki. Heitasta málið var, eins og vanalega skilst mér, byggðakvótinn. Þar sem ég kem frá Vestmannaeyjum, þá var ég að sjálfsögðu á móti byggðakvótanum (á síðasta fiskveiðiári voru tekin 440 tonn af þorski, 725 tonn af ýsu, 59 tonn af steinbít og eitthvað af ufsa, eða samt. hátt í 1300 tonn, sem mundu nægja til að halda uppi atvinnu hér í frystihúsi í nokkra mánuði).