Hið árlega Verslunarmannaball verður haldið í Höllinni næstkomandi laugardag. Skemmtidagskráin hefur sjaldan verið jafn glæsileg, Helga Braga stórleikkona og skemmtikraftur mun stýra veislunni og fjölmargir skemmtikraftar stíga á stokk. Forsala miða hefst í dag klukkan 14 en hægt er að nálgast miða í versluninni Axel Ó.