Fimm ungmenni, sem handtekinn voru í síðustu viku vegna rannsóknar á innbrotum í Árnessýslu, reyndust hafa verið umsvifameiri en fyrst var talið. Tveir úr hópnum viðurkenndu að hafa framið innbrot í söluskálann Árborg við Árnes. Þá gengust þeir við nokkrum innbrotum í Vestmannaeyjum frá því í haust og hafa verið þar til rannsóknar.