Kúabændum hefur fækkað um 31 á einu ári. Haustið 2007 voru 737 kúabændur starfandi í landinu en í haust eru þeir 706.

Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, segir þessa fækkun í samræmi við fækkun undangenginna ára. „Þumalputtareglan er að það fækkar um tæplega einn í hverri viku, segir Þórólfur.