Það var öllu rólegra hjá lögreglu í vikunni sem leið en undanfarnar vikur. Lögreglan þurfti þó að sinna nokkrum útköllum vegna þess óveðurs sem gekk yfir landið aðfaranótt 24. október sl., en m.a. höfðu þrjú skip losnað en í öllum tilvikum tókst að koma í veg fyrir tjón. Auk þess aðstoðaði lögreglan, að vanda, gesti skemmtistaða bæjarins sem í einhverjum tilvikum höfðu fengið sér heldur duglega neðan í því.