Ársverðbólgan er nú 15,9% en var 14% fyrir mánuði.

Þetta er mesta ársverðbólgan síðan í maí 1990.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 2,16% frá því í síðasta mánuði. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 4,3% og verð á fötum og skóm um tæp 5%. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar.