Egill Bjarnason, blaðamaður á Sunnlenska fréttablaðinu og Yousef Ingi Tamimi halda fyrirlestra í Sunnlenska bókakaffinu í kvöld, fimmtudag 30. október kl. 20.30.

Egill fjallar um lífið í Afganistan, Pakistan og Íran í máli og myndum en hann ferðaðist um löndin í fjóra mánuði fyrr á þessu ári.
Yousef segir frá ástandinu í hertekinni Palestínu og hvernig hann upplifði það sem sjálfboðaliði á Vesturbakkanum í sumar.

Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.