Málefni Skipalyftunnar í Vestmannaeyjum situr fast í kerfinu, vegna einhverra hugsanlegra umvandana frá Brussel, að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra, en bærinn er tilbúinn með áætlun og fjármuni til verksins. Nú verði að fást svar af eða á frá samgönguráðherra.