Mikið fjölmenni var á opnum stjórnmálafundi Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs á Selfossi í kvöld með Steingrími J. Sigfússyni alþingismanni og formanni VG og Jóni Hjartarsyni bæjarfulltrúa VG í Árborg.

Steingrímur flutti yfirgripsmikla ræðu um stöðu þjóðfélagsmála á Íslandi nú um stundir undir yfirskriftinni Fortíð – nútíð – framtíð” en Jón ræddi bæjarmál í þessari stöðu.

Á eftir voru líflegar fyrirspurnir og umræður hins almenna fundarmanns sem voru fjölmargir.