Tilnefndir hafa verið fulltrúar í sameiginlega rekstrarstjórn félagsheimila Flóahrepps af eigendum þeirra, ungmennafélögum, kvenfélögum og sveitarstjórn.

Nefndina skipa þau Aðalheiður Sveinbjörnsdóttir, Anný Ingimarsdóttir, Sigurbára Rúnarsdóttir, Helgi Sigurðsson og Aðalsteinn Sveinsson sem jafnframt verður formaður nefndarinnar.

Félagsheimilin eru: Þjórsárver, Félagslundur og Þingborg.