Nýtt og glæsilegt biðskýli fyrir skólabörn var sett upp í gær við Barnaskólann á Eyrarbakka. Brynjar Guðmundsson bílstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni, sem sér um skólaaksturinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, segir mikinn mun fyrir alla sem tengjast skólaakstrinum að þetta bíðskýli sé nú komið við skólann og eykur öryggi til muna.