Hópur ungmenna var staðinn að verki við að vinna skemmdarverk á þjónustustöð N1 á Hvolsvelli aðfaranótt sunnudags en þar skemmtu þau sér við að brjóta ljósaskylti stöðvarinnar með stórri kylfu áður en þau voru stöðvuð af lögreglu.

Engar vitrænar skýringar fengust á þessu uppátæki aðrar en skemmdarfýsnin ein.