Breytingar á kvótakerfinu koma ekki til greina að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra. Þetta kom fram í ávarpi hans á aðalfundi LÍÚ sem lauk fyrr í dag. „Allt tal um slíkt er fullkomlega óábyrgt, sagði ráðherrann. Hann bætti því við að þegar að því kæmi að þorskkvóti yrði aukinn myndu þeir njóta þess sem harðast hefðu orðið úti í niðurskurði aflaheimilda. “