Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar, byssur og persónulega muni frá tveimur gengnum veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirssyni í Gunnarsholti og Einari Guðlaugssyni frá Þverá en þeir létust báðir í apríl á þessu ári.
Báðir þessir veiðimenn sköruðu fram úr, að öðrum veiðimönnum ólöstuðum, hvað varðar árangur í refa- og minkaveiðum og eins hvað varðaði tækniþekkingu, uppfinninga- og útsjónarsemi á veiðislóð.