Troðfullt var í Tryggvaskála í morgun á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar.

Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri og Gylfi Þorkelsson bæjarfulltrúi ræddu fjármál sveitarfélagsins og verkefnin framundan í þeirri erfiðu stöðu sem nú er uppi. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra fjallaði um stöðuna í efnahagsmálum og lýsti gangi mála síðustu sex vikur og hruni bankanna þriggja. Önnur eins atburðarás á sér varla fordæmi í veraldarsögunni.

Fjöldi fyrirspurna komu fram og mjög málefnalegar umræður fundargesta þó staðan liggji greinilega þungt á fólki.