Sjálfstæðisflokkurinn er með liðlega 22 prósenta fylgi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallupkönnunar sem birt er í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Mest er fylgi Samfylkingarinnar eða tæplega 37 prósent. Vinstri-grænir er næst stærsti flokkurinn með tæplega 27 prósenta fylgi, sem er sama fylgi og í könnun sem Ríkisútvarpið birti í vikunni. Framsóknarflokkurinn fengi 7,8 prósent ef kosið yrði nú og Frjálslyndir 4,4 prósent. Íslandshreyfingin fengi 1,5 prósent atkvæða.