Söngvakeppni Zelsiuzar – SamZel var haldinn á föstudagskvöld í Félagslundi. Keppnin var stórglæsileg og voru alls 6 atriði sem kepptu.

Af öllum ólöstuðum vakti karlakórinn Mc Flói mesta athygli með flutningi sínum á þjóðsöng okkar.

Fyrsta sæti hlaut Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir með flutning sinn á Kelly Clarkson laginu Breakaway.