Fjörutíu manna hópur kórs FSu fór í æfingabúðir að Heimalandi undir Vestur-Eyjafjöllum fyrir skömmu.
Á föstudagskvöldinu æfði kórinn til klukkan 22 en þá tók kvöldvaka við. Nýir kórmeðlimir voru vígðir inn í kórinn á viðeigandi hátt, þ.e. í nafni kórsins, stjórnandans, Stefáns Þorleifssonar og Veru Óskar Valgarðsdóttur, sem er umsjónarmaður kórsins. Stjórn kórsins sló síðan í gegn með leikritinu Búkollu.