Körfuknattleikslið ÍBV mætir liði Álftaness í forkeppni bikarkeppninnar sem nú heitir Subway-bikarinn. Liðin leika einmitt saman í A-riðli 2. deildar en hafa ekki mæst í vetur. Álftanes er í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir tvo leiki en ÍBV er í öðru sæti með jafn mörg stig en hefur leikið einum leik meira. Forkeppnin fer fram 11. og 12. nóvember og fengu Eyjamenn heimaleik.