Á fundi bæjarráðs í gær var fjallað um stöðu mála varðandi smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju. Bæjarráð lýsir þungum áhyggjum af stöðu mál og bendir á að ekkert bendi til þess að núverandi Herjólfur geti nýtt nýja höfn en bent hefur verið á það sem möguleika að láta núverandi ferju sigla til Landeyjahafnar. Þá segir í ályktun bæjarráðs að frestur til að svara tilboði Fassmer hafi runnið út í gær en samkvæmt nýjustu fréttum fengu yfirvöld tíu daga aukafrest til að svara tilboðinu. Lesa má ályktun bæjarráðs hér að neðan.