Þeir sem áttu leið hjá útibúi Nýja Glitnis í Vestmannaeyjum í morgun tóku eftir vatnsleka við bankann og var engu líkara en að bankinn læki. Vatnslekinn var þó sem betur fer utandyra, rétt við útvegg hússins en samkvæmt upplýsingum sem Stefán Jónasson, hjá Hitaveitu Suðurnesja gaf upp, eru svona bilanir ekki alvarlegar.