Samkvæmt yfirliti frá Veðurstofu Íslands var október s.l. kaldur og snjór heldur meiri og þrálátari en venjulegt er á þessum tíma árs. Meðal annars varð alhvítt víða Sunnanlands í fyrstu vikunni. Þó var hlýtt var í veðri í annarri viku mánaðarins.

Meðalhiti í Reykjavík var 2,8°C og er það 1,6 stigi undir meðallagi. Ekki hefur orðið jafnkalt í október í Reykjavík síðan 1987. Á Akureyri var meðalhitinn 1,1 stig, eða 1,9 stigi undir meðallagi.