Undirbúningur að rekstri Keflavíkurflugvallar ohf. sem tekur við rekstri Flugmálastjórnar á Keflavíkurflugvelli og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar um næstu áramót gengur vel.

Fer hann annars vegar fram á vegum stjórnar félagsins og hins vegar stýrihóps samgönguráðuneytisins.

Björn Óli Hauksson rekstrarverkfræðingur var ráðinn forstjóri nýja félagsins og tók hann til starfa snemma í október.