Makrílveiðiþjóðin Íslendingar, sem veiddi 112 þúsund tonn af makríl á þessu ári eða 20% af áætluðum heildarafla í NA-Atlantshafi, fékk ekki úthlutað einu kíló við kvótaskiptingu makrílsins fyrir næsta ár sem fram fór í London í síðustu viku. Þvert á móti voru Íslendingar gagnrýndir fyrir veiðar sínar á makríl í eigin lögsögu.