Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hafði samband við Eyjafréttir og vildi koma á framfæri eftirfarandi vegna fréttar DV í dag þess efnis að Vestmannaeyjabær leiti allra leiða til að segja skilið við Fasteign.
Að gefnu tilefni vil ég taka fram að rangt er hermt í DV að Eyjamenn leiti nú leiða til að segja skilið við Fasteign hf. Hið rétta er að við leitum leiða til að bregðast við hækkandi leigukostnaði til Fasteignar hf. og erum einnig að vinna að úttekt þar sem við skoðum kosti þess og galla að nýta okkur heimildir í samningum til að kaupa einhverjar fasteignir til baka.