Eyjapeyinn og auðmaðurinn Magnús Kristinsson flaug eitt sinn á milli lands og eyja á glæsilegri lúxusþyrlu en nú hefur henni verið lagt. Magnús, sem er eigandi Toyota-umboðsins á Íslandi, segir það kosta mikla peninga að tryggja þyrluna og því hafi hann ákveðið að geyma hana um stund. Magnús hefur ekki ákveðið hvort hann selji þyrluna.