Aðalstjórn Umf. Selfoss hélt fund í gærkvöldi í Tíbrá og var það 11. fundur aðalstjórnar á árinu. Fundir aðalstjórnar eru að jafnaði einu sinni í mánuði.

Á fundinum var m.a. samþykkt ný fræðslu- og forvarnarstefna félagsins. Ákveðið var að halda sérstakan forvarnadag félagsins í samvinnu við grunnskólana þar sem megin áhersla er lögð á 8.-10. bekk. Þá var rætt um hugsanlegar leiðir til að auka þátttöku barna- og unglinga í starfinu sem og almennings.