Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að frítt verði í sund í Sundhöll Selfoss og sundlaugina á Stokkseyri fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri.

Þetta er frá og með 1. janúar n.k.

Með þessari ákvörðun bætist Árborg í hóp nokkurra sveitarfélaga landsins sem gefa þessum aldurshópi frían aðgang að sundstöðum sínum.