Að morgni fimmtudags urðu glöggir vegfarendur varir við að talsvert hafði hrunið úr Fiskhellum sem eru vestan megin í Hánni við Herjólfsdal. Lesandi sendi Eyjafréttum þessa mynd sem sýnir glögglega hvar stórt bjarg hefur hrunið niður í grasbrekkuna fyrir neðan og stöðvast þar. Meira af grjóti hrundi með og dreifðist um svæðið en náði þó ekki niður á veginn.