Stýrihópur um framkvæmdir við Landeyjahöfn fundaði síðastliðinn fimmtudag en á fundinum var upplýst að ekki væri fyrirhugaður neinn dráttur á framkvæmdinni og að hún væri á áætlun. Búið væri að hanna ferjuna en vegna ástands á fjármálamarkaði hafi íslenska ríkið fengið frest til 14. nóvember til að skrifa undir smíðasamning fyrirhugaðrar ferju.