Alls voru 104 mál þessa vikuna á Hvolsvelli.

Í vikunni sem leið voru 15 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæminu og sá sem hraðast ók var á 128 km hraða. Þarna sést að dregið hefur úr hraðakstri og einnig að umferð hefur minnkað. Þessa vikuna voru tuttugu og einn boðaðir í skoðun með bifreiðar sínar og af þeim voru fjórir vegna endurskoðunar. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur, en þess má geta að frá 1. október s.l. hafa sjö ökumenn verið stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur í umdæminu.