Á fimmtudagskvöld var hin víðfræga Söngkeppni NFSu háð í íþróttahúsinu Iðu.

Keppnin var tileinkuð Villta vestrinu og stóðu kúrekar, indíánar (og Obama?) fyrir kynningum á þátttakendum og voru með ýmis skemmtiatriði. Keppnin var mjög glæsileg og söngvarar mjög góðir og hæfileikaríkir.

Guðmundur Þórarinsson sigraði í keppninni.