Bjarni Hólm Aðal­steinsson leikmaður Meistara­flokks ÍBV í knatt­spyrnu mun á næstu dögum fara til Danmerkur til þess að skoða aðstæður hjá 2.deilar liðinu FC Fyn. Félagið situr sem stendur í öðru sæti deild­arinnar með 24 stig og er í mikilli baráttu um að komast upp. Bjarni spilaði 21 leik með ÍBV í sumar og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var lykilmaður í vörn Eyjamanna sem fékk fæst mörk á sig í 1. deildinni í sumar.