Um klukkan hálf sjö í morgun var björgunarbáturinn Þór kallaður út þar sem togskipið Gullberg VE rak stjórnlaust við hafnarmynnið í Vestmannaeyjum. Skipið hafði verið á útleið þegar það varð vélarvana austast í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar. Talsverður straumur var og rak skipið hratt í átt að sandfjörunni en bæði björgunarbáturinn Þór og hafnsögubáturinn Lóðsin fóru til bjargar.