Hugmyndin á bak við morgunverðafundi sem þennan á Selfossi er að auka tengsl milli stjórnar SFR og félagsmanna, ásamt því að stuðla að meiri samheldni og virkni innan félagsins. Um 30 manns voru á fundinum auk fulltrúa frá skrifstofu SFR og úr stjórn SFR.

Rætt var um núverandi þjónustu og starfsemi SFR, þjónustu sem SFR býður upp á en er ekki mikið notuð og hugmyndir að nýjungum.