Vegna bilunar seinkar seinni ferð Herjólfs til kl. 17.00. Þegar skipið kom til heimahafnar í dag var ekki hægt að koma öðrum af veltiuggunum inn og því gat skipið ekki lagst rétt að bryggju. Byrjað var á því að leggja skipið öfugt að bryggju, með stefnið að bryggjunni en þannig er ekki hægt að lesta skipið í Vestmannaeyjum. Nú er hins vegar búið að laga skipið og siglir það því frá Eyjum klukkan 17.00.