„Það stefnir allt í að ég semji við Linköping. Mér leist rosalega vel á félagið og allt sem snýr að því og þetta er bara mjög spennandi kostur. Vonandi get ég gengið frá þessu sem fyrst, sagði markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir við Morgunblaðið í gær en hún kom heim í vikunni eftir að hafa skoðað aðstæður hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Linköping.”