Til forráðamanna og annarra áhugasamra bæjarbúa um skóla- og menntamál. Ný menntastefna er boðuð með nýjum lögum og fylgja henni margháttaðar breytingar og ný verkefni fyrir sveitarfélög. Almennur borgarafundur, þar sem menntamálaráðherra kynnir hina nýju menntalöggjöf, verður í Vestmannaeyjum mánudaginn 17. nóvember n.k. kl. 16.15 í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum. Hefst hann í beinu framhaldi af fundi fyrir starfsfólk fræðslumála og sveitarstjórnarmenn. Athugið breytta tímasetningu.