Nú er ljóst að farþegaskipið Herjólfur verður að fara aftur í flotkví en aðeins er mánuður síðan að skipið kom úr reglubundnu viðhaldi í þurrkvínni á Akureyri. Bilun í öðrum af tveimur veltiuggum gerir það að verkum að taka verður skipið upp á næstunni. Herjólfur mun þó halda uppi reglubundnum siglingum milli lands og Eyja þangað til að viðgerð fer fram og siglir skipið þvi aðeins einn veltiugga af tveimur. Guðmundur Pedersen, hjá Eimskip, segir ekki ljóst hvenær af viðgerð geti orðið.