Tólf starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa misst vinnuna frá því um miðjan september. Þar á meðal eru 3 sjómenn og 2 flugvirkjar.

Georg Lárusson, forstjóri Gæslunnar, segir niðurskurð nauðsynlegan enda hafi kostnaður aukist vegna falls krónunnar. Hann fullyrðir að uppsagnirnar skerði ekki viðbúnað en um 180 manns starfa hjá Gæslunni.