Blásið var til fýlaveislu hjá rekstraraðilum Víkurskála um síðastliðna helgi. Til stóð að hafa veisluna á Ströndinni v/Víkurskála en fljótlega varð ljóst að einn salur dugði ekki til og var einnig borðað í veitingasal Víkurskála.
Að auki þurfti að hætta að taka við pöntunum þar sem ljóst var að uppselt væri í veisluna.

Allt útlit er fyrir að þessi gamalgróni mýrdælski siður sé kominn til að vera.

Sjá fleiri myndir: http://www.vik.is/Viðburðir/2008/Fýlaveisla%20nóvember%20myndir.htm