Meistarar sveitaballa á Suðurlandi, Hljómsveitin Karma, leggja malbik undir dekk og verða með dansleiki á Kringlukránni í Reykjavík um helgina.

Sem nauðsynlegan undirbúning fyrir höfuðborgarferðina fór Hróbjartur Eyjólfsson, bassaleikari og söngvari Karma, í klippingu til Kjartans Björnssonar á Selfossi.

Er Hróbjartur nú klár í slaginn og þarf aðeins að ausa sig Kölnarvatni áður en hann stígur á svið með félögum sínum.